Sunnudagur til sælu

Hæ,

Þessi dagur hefur verið með eindæmum rólegur. Í gær fékk ég mér humarsúpu og svo grillaðan humar. Demantsdrottningin lagði til eldhús og hvítvín og ég lagði til humar sem Pabbi var svo elskulegur að leggja í töskuna mína þegar ég fór frá íslensku efnahagslægðinni.
Súpan var indæl. Mallaði skeljarnar í eina 4 tíma og úff þetta er bara "verdens bedste mad" Svo voru nokkrir halar lagðir í smjör og grillaðir. Massa gott.

Í dag hef ég horft á olympíuleikana í "lýðveldinu" Kína. Mjög gaman allt saman. Okkar menn stóðu sig vel gegn rússanum. Danir á hinn bóginn ljónheppnir að ná stigi á móti Pýramídarbúum.
Danskir fjölmiðlar bara skilja þetta ekki...að sækja gullið átti bara að vera formsatriði. Jú spila einhverja leiki, en málminn var alveg eins hægt að senda beint á danska handboltasambandið.
Reyndar er nóg eftir, en satt að segja þá byrjar þetta nú ekki vel. Vonandi náum við Íslendingar að stríða þeim eitthvað.
Skemmtilegt að Danir gera þetta líka eins og við Íslendingar þegar við erum óhóflega bjartsýn fyrir stórmót eða Evróvisjón. Ótrúlega oft margt líkt á með okkur og dönum.

Á morgun byrjar svo ný vinnuvika og tja leggst bara þokkalega í mig. Nóg að gera og þá líður tíminn hraðar.

Þakka fjölmörg "comment" og bið að heilsa í bili,

Arnar Thor sjónvarpsglápari og lífskúnstner.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég þori ekki annað en að commenta hjá þér félagi ;).... Hafðu það gott já og takk fyrir spjallið í gær á msn,vonandi getum við sest með kaffibolla í kvöld og spjallað...

Ps. Ég veit en ekkert hvað ég á að gera
Helgi sagði…
Humar er manns gaman. Vinarkvedja frá Stokkhólmi.
Nafnlaus sagði…
Sendi þér smá kveðju kæri vinur, hef ekki kíkt á síðuna þína í langan tíma. Allt gott að frétta af mér og mínum, kv. Guðný Karls.

Vinsælar færslur